Verkfall í Tónlistarskóla Ísafjarðar

100% félagsmanna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) sem starfa í Tónlistarskóla Ísafjarðar samþykktu verkfallsaðgerðir segir í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.

Kjörsókn var rúmlega 83%. Þar með hefur verið boðað til verkfalls í níu skólum aðildarfélaga KÍ 29. október. Aðgerðirnar taka til allra skólagerða og -stiga.

Verkfall félagsmanna FT sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefst 29. október og lýkur 20. desember, hafi samningar ekki náðst.

Verkföll eru áformuð 29. október í níu skólum; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla, hafi samningar ekki náðst.

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag og mætir þá viðræðunefnd Kennarasambandsins sem er skipuð formönnum aðildarfélaganna sjö og formanni KÍ, til fundar með samninganefndum sveitarfélaga og ríkisins.

DEILA