Andlát: Sigríður Hrönn Elíasdóttir fv. sveit­ar­stjóri í Súðavík

Sig­ríður Hrönn Elías­dótt­ir, fv. sveit­ar­stjóri í Súðavík, lést 5. októ­ber sl. 65 ára að aldri, eft­ir erfiða bar­áttu við MND-sjúk­dóm­inn.

Sig­ríður fædd­ist í Reykja­vík 6. ág­úst 1959. For­eldr­ar henn­ar voru Elías Ben Sig­ur­jóns­son og Ingi­björg Ólafs­dótt­ir. Á öðru ári flutti fjöl­skylda Sig­ríðar til Súðavík­ur og þar ólst hún upp. Eft­ir grunn­skóla­nám í Súðavík og Héraðsskól­an­um að Núpi í Dýraf­irði fór Sig­ríður í Verzl­un­ar­skól­ann.

Hún var ráðin sveit­ar­stjóri í Súðavík 1990 og var í því starfi þegar snjóflóð féll á Súðavík í janú­ar 1995. Hún var að auki formaður al­manna­varna­nefnd­ar Súðavík­ur og mæddi mikið á henni á erfiðum tím­um, en 14 fór­ust í flóðinu. Sig­ríður lét af starfi sveit­ar­stjóra sum­arið 1995 en hélt áfram í hrepps­nefnd sem odd­viti þar til kjör­tíma­bil­inu lauk 1998.

Sam­hliða störf­um í hrepps­nefnd var hún m.a. svæðis­full­trúi Rauða kross­ins á Vest­fjörðum og sá þá um mót­töku flótta­fólks frá Júgó­slav­íu. Einnig vann hún í Spari­sjóði Súðavík­ur og var starfsmaður Vinnu­mála­stofn­un­ar Vest­fjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykja­vík­ur. Var hún fjár­mála­stjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar til 2022.

Sig­ríður var alla tíð virk í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins, bæði á Vest­fjörðum og í Grafar­vogi eft­ir að hún flutti suður. Sig­ríður hafði mik­inn áhuga á brids, varð fyrst kvenna Íslands­meist­ari í ein­menn­ingi, árið 2002, og vann til fjölda verðlauna.

Ári eft­ir snjóflóðin greind­ist Sig­ríður með MS-sjúk­dóm­inn, náði aldrei bata en lærði að lifa með hon­um. Að mati lækna mátti rekja or­sak­ir veik­inda til mik­ils álags eft­ir snjóflóðin. Haustið 2019 veikt­ist hún á ný og greind­ist á end­an­um með MND-sjúk­dóm­inn. Eft­ir­lif­andi börn Sig­ríðar Hrann­ar og Óskars Elías­son­ar, d. 2014, eru Alda Björk og Örvar Snær. Barna­börn­in eru fimm

DEILA