Styttir upp seint í kvöld

Eftir góða og sólríka en stundum kalda Verslunarmannahelgi liggur fyrir að það muni rigna hressilega í dag. Næstu daga mun svo taka við nokkur kuldatíð sem úr rætist þegar dregur að helgi.

Allt landið

Sunnan og suðvestan 8-15 með rigningu og súld. Hægari vindur og birtir til á austanverðu landinu, en bætir í vind og fer að rigna þar í kvöld. Norðvestan 5-13 á morgun og rigning með köflum en þurrt syðst. Hiti yfirleitt 6 til 16 stig að deginum, hlýjast austan- og suðaustanlands á morgun.

bryndis@bb.is

DEILA