Lögreglan Vestfjörðum: ekki sektað vegna nagladekkja

Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum segir að ökumenn á nagladekkjum verði ekki sektaðir þótt þeir láti setja nagladekk undir bílinn fyrir 1. nóvember.

„Veður og færð er orðið með þeim hætti að eðlilegt er að gæta öryggis með þessum hætti að hafa hjólbarða sem eiga við, neglda sem óneglda vetrarhjólbarðarða.“

Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi hefði tilkynnt að ekki yrði sektað þótt nagladekkin færu undir fyrir mánaðamót.

DEILA