10.10 – 27.10 2024.
Fimmtudaginn 10. október kl. 16 opnar portúgalska listakonan Inês Quente sýningu í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið FOR EFRY LIGHT ITS PLACE og stendur til sunnudagsins 27. október. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar þar sem boðið verður uppá léttar veitingar og spjall.
Fyrir hvert ljós sinn stað
Inês Quente snýr nú aftur til eyju íss og elda og heldur áfram verkefni sínu Day Dream, sem hófst
árið 2023 og notar Ísland sem rannóknarstað til að rannska samband manns, náttúru og hinna.
For Every Light Its Place miðar að því að skapa rými fyrir íhugun og hugleiðingu um
eðli staðarins, með áherslu á umbreytingar hringrása og stökkbreytinga í
landslagi og fylgjast af athygli með íbúum svæðisins og þeirra vistmenningarlegu tengingar.
Byggt á þeirri forsendu að allt hafi sinn stað, sitt hlutverk í vistkerfi svæðis, að
allt sé samofið og samtengt og í stöðugri umbreytingu, leitast verkefnið við að bjóða upp á aðra
sýn á náttúruna, með minni afskiptasemi og lífrænni nálgun, leyfa staðnum að tala fyrir sig, hugsa fyrir sig.
Sýningin er staðbundin innsetning, unnin fyrir Gallerí Úthverfu á Ísafirði sem er lítill bær umkringdur vestfirskum fjöllum. For Every Light Its Place verður að ljósmyndalífrænni frásögn sem talar inn í umræðuna um fortíð, nútíð og framtíð svæðisins.
Inês Quente (1992, Avintes, Portúgal) er myndlistarmaður sem býr og starfar í Gaia
og Porto. Hún er með meistaragráðu í heimildarmyndagerð frá the University for the Creative Arts
(Bretland, 2017) og gráðu í myndlist frá myndlistardeild Háskólans í Porto
(PT, 2015). Sem stendur nýtur hún stuðnings Goethe Institut með styrk frá Culture Moves Europe.
Verk hennar hafa verið sýnd reglulega síðan 2013, bæði hérlendis og erlendis.
Hún tók þátt í gestavinnustofum ArtsIceland (2023) og Grão (PT, 2023).