Fyrirkomulag á rjúpnaveiða 2024 hefur verið ákveðið

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest veiðitímabil rjúpu í ár.

Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á tímabili sem ákveðið er sérstaklega innan hvers veiðisvæðis:

Austurland                  25. október – 22. desember

Norðausturland          25. október – 19. nóvember

Norðvesturland          25. október – 19. nóvember

Suðurland                   25. október – 19. nóvember

Vesturland                  25. október – 19. nóvember

Vestfirðir                     25. október – 26. nóvember

Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.

Ráðherra undirritað í september stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og er það í fyrsta skipti sem slík áætlun er gefin út fyrir dýrastofn á Íslandi. Áætlunin felur í sér nýtt kerfi veiðistjórnunar þar sem landinu er skipt í sex hluta og veiðistjórnunin er svæðisbundin. Einnig hafa verið þróuð ný stofnlíkön sem munu reikna út ákjósanlega lengd veiðitímabils á hverju svæði.

Stjórnunar- og verndarætlunin er afrakstur samstarfs Umhverfisstofnunar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar. Þá naut samstarfshópurinn aðstoðar frá Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð.

Veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og  stunda hóflega veiði til eigin neyslu.

DEILA