Ísafjörður: ný bók kom út á laugardaginn

Laugardaginn  5. október kom út ný bók eftir Guðlaugu Jónsdóttur – Diddu. Bókin ber nafnið Baukað og brallað í Skollavík, en aðalsögusviðið er í ókunnri vík í eyðibyggðum Hornstranda. Árið 2021 gáfu Guðlaug og Karl Ásgeirsson eiginmaður hennar út bókina Í huganum heim, sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Boðið vestur – bók um mat og matarmenningu á Vestfjörðum unnu þau hjónin í sameiningu en hún kom fyrst út árið 2012 en var endurútgefin nú í vor á öllum tungumálunum þremur – íslensku, ensku og þýsku.

Þau hjón buðu vinum og velunnurum í útgáfuhóf í Bryggjusal Edinborgarhússins á útgáfudaginn. Þar mættu gestir á öllum aldri til að fagna útgáfunni, hlustuðu á höfund lesa upp úr bókinni og þáðu veitingar.

Bókafélagið gefur út Baukað og brallað og sá einnig um endurútgáfu Boðið vestur.

DEILA