Andrea K. Jónsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri í Strandabyggð gerir athugasemd við ummæli Þorgeirs Pálssonar í garð Jóns Jónssonar og segir þau vera röng, villandi og særandi.
Þorgeir Pálsson sagði á bb.is í gær að upplýst hefði verið á fund sveitarstjórnar 10. ágúst 2021 að styrkveitingar til Jóns Jónssonar síðustu 20 ára hafi numið 61 m.kr.
Andrea segir að fjárhæðin 61 m.kr. séu styrkveitingar á 20 ára tímabili annars vegar til Galdrasafnsins 53,5 mkr. sem að langmestu leyti sé styrktar- og þjónustusamningur vegna reksturs Galdrasafnsins á Upplýsingamiðstöðvar ferðamála fyrir Strandabyggð og hins vegar 7,7 m.kr. til Sauðfjárseturs á Ströndum. Ekki sé um styrkveitingar til Jóns Jónssonar eins og Þorgeir Pálsson haldi fram á bb.is.
Á framangreindum fundi sveitarstjórnar í ágúst 2021 var birt svar Strandabyggðar fyrir fyrirspurnum Þorgeirs Pálssonar. Þar spurði Þorgeir m.a. um heildarupphæð styrkveitinga (beinna og óbeinna) sveitarfélagsins Strandabyggðar til Galdrasýningar á Ströndum (Galdrasafnsins) kt. 540300-2080 sl. 20 ár og um heildarupphæð styrkveitinga (beinna og óbeinna) til Sauðfjárseturs á Ströndum, kt 580209-1570 sl. 20 ár.