Jakob Valgeir ehf: hagnaður 645 m.kr.

Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf.

Rekstrartekjur Jakobs Valgeirs ehf í Bolungavík voru á síðasta ári um 4,8 milljarðar króna. Hagnaður var af rekstrinum sem nam 645 m.kr.. Ekki verður greiddur arður af hagnaðinum.

Reksturinn var mjög svipaður og árinu áður. Laun og tengd gjöld voru um 1,4 milljarðar króna og ársverkin 100 eins og áður.

Bókfærðar eignir voru um áramótin 19,3 milljarðar króna. Þar af voru veiðiheimildir færðar á 10,5 milljarða króna. Félagið réði yfir 2.981 þorskígildum í aflamarkskerfinu og 1.355 þorskígildum í krókamarkskerfinu.

Eigið fé nam 36,5% af eignum eða um 7 milljörðum króna.

Félagið á 26,92% í Klofningi á Suðureyri og 38% í FMV.

Hluthafar eru þrír. F84 ehf á 75% hlutafjár, Flosason ehf á 15% og Guatemala ehf á 10%.

Í stjórn eru Björg Hildur Daðadóttir, formaður og Jakob Valgeir Flosason og Brynjólfur Flosason. Framkvæmdastjóri er Jakob Valgeir Flosason.

DEILA