Ísafjarðarbær: útsvar verði 14,97%

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvar 2025 verði óbreytt 14,97%. Bæjartjórn tekur tillöguna til afgreiðslu á fundi sínum í dag.

Fjármálastjóri bæjarins segir í minnisblaði til bæjarráðs að miðað við forsendur sambands íslenskra sveitarfélaga um hækkun útsvarsstofns milli ára séu væntingar um að staðgreiðsluskyldar tekjur af útsvari hækki um 240 m.kr. á næsta ári og verði um 3.240 milljónir króna. Miðað er við að launavísitala verði 5,6% hærri á næsta ári.

Þá kemur fram í minnisblaðinu að niðurstöður endurskoðunar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélag er væntanlegt.

Samkvæmt því leggur starfshópur m.a. til að nýti sveitarfélag ekki útsvarshlutfall að fullu komi til skerðingar á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem nemi vannýttum útsvarstekjum, þ.e. mismuni á útsvari miðað við hámarksálagningu og útsvari miðað við álagningarhlutfall sveitarfélags.

DEILA