Ungur sekkjapípuleikari er nú staddur á Flateyri og til stendur að hann hiti upp fyrir KK í kvöld á Vagninum kl. 22:00. Ross Jennings er hálfur skoti og hálfur íri en ólst að mestu leyti upp í Kína, hann heillaðist snemma af sekkjarpípunni og hóf að læra á hljóðfærið 14 ára gamall. Nú er pilturinn að reyna setja heimsmet í sekkjapíputónleikum og er Ísland 64. landið sem hann heimsækir til að spila. Með honum í för eru ljósmyndarar og er ferðin skjalfest og myndskreytt á heimasíðu Ross og facebook síðu.
Meðfylgjandi myndskeið er tekið í Kerlingarfjöllum í vikunni, í baksýn trónir Snækollur.
Tónlistarinnar má svo njóta kl. 10:00 í kvöld áður en KK bandið stígur á stokk.
bryndis@bb.is