Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða: Ísafjarðarbær samþykkir fjárhagsáætlun 2025

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er í Bolungavík.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerði athugasemdir við fjárhagsáætlun HEVF 2025 í síðustu viku og fól bæjarstjóra að kalla eftir skýringum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Þær voru lagðar fyrir bæjarráð í gær og að þem fengnum samþykkti bæjarráðið fjárhagsáætlunina.

Rekstrarkostnaður eftirlitsins er áætlaður verða 71 m.kr. á næsta ári og hækkar um 5 m.kr. Launakostnaður er áætlaður 57 m.kr. og hækkar um 2 m.kr. Þrír starfsmenn eru nú í fullu starfi.

Ferðakostnaður hækkar um 1,2 m.kr. og verður 4,5 m.kr. er það einkum vegna reksturs bifreiðar. Heilbrigðiseftirlitið gerir út tvo bíla Tesla rafmagnsbíl og 10 ára gamlan Skoda Octavia.

Þá hækkar tölvuþjónusta milli ára um 1 m.kr.

Gert er ráð fyrir að sértekjur verði 3,5 m.kr. og verði óbreyttar milli ára. Eftirlitsgjöld skili um 38 m.kr. líkt og í ár. Eftir standa þá 29 m.kr. sem verða framlög sveitarfélaganna sem standa að eftirlitinu og hækka um 4 m.kr.

Brugðist var við athugasemdum á síðasta ári með því að hækka eftirlitsgjöldin og segir í skýringum Heilbrigðiseftirlitsins að það sé aftur gert núna. Miðað er við að eftirlitsgjöld standi undir 70% af kostnaði við rekstur heilbrigðiseftirlits en algengt sé það hjá heilbrigðiseftirliti annars staðar að það standi undir 50%.

DEILA