Orkubú Vestfjarða hefur sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar þriggja fasa jarðstrengs ásamt ljósleiðara milli Geitagils í Örlygshöfn í Patreksfirði og Breiðavíkur. Erindinu fylgir samþykki viðkomandi landeigenda sem og uppdrættir er sýna áformaða lagnaleiðina.
Um er að ræða samstarfsverkefni með Vesturbyggð sem unnið hefur verið að síðustu ár.
Verkið er unnið í góða samstarfi við landeiganda auk þess sem fornminjar hafa verið skráðar og lagnaleið verður hnikað til, gerist þess þörf, í samstarfi við fornleifafræðing.
Skipulags- og framkvæmdaráð Vesturbyggðar leggur til við heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og fyrrum Rauðasandhrepps að erindið verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi þegar jákvæð umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.