Tónlistarskóli Bolungarvíkur tók til starfa með formlegum hætti haustið 1964 og er því 60 ára um þessar mundir. Við skólann stunda nám liðlega 30 nemendur og 3 kennarar eru starfandi. Kenndar eru 11 greinar tónlistarinnar.
Stofnandi skólans var Ólafur Kristjánsson og gegndi hann starfi skólastjóra þar til hann tók við sem bæjarstjóri í Bolungavík. Það var mikil lyftistöng fyrir mannlíf og menningarlíf í bæjarfélaginu þegar skólinn tók til starfa.
Núverandi skólastjóri er Selvadore Rähni klarínettleikari.
Á morgun verður af þessu tilefni sérstök afmælishátíð í Félagsheimili Bolungavíkur með tónlist frá klassí til rokks.
Frítt verður á tónleikana í boði bæjarfélagsins, Arctic Fish og Orkubús Vestfjarða.
Ólafur Kristjánsson ungur að árum við píanóið.