Melrakkasetrið: kynningarfundur um refarannsóknir – ICEFOX

Mánudaginn 30. september verður í Melrakkasetrinu í Súðavík kynningarfundur um rannsóknarverkefni um stofngerð íslenska refisins.

Það er Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun sem leiðir starf rannsóknarhóps um verkefnið.

Náttúrufræðistofnun leiðir rannsóknarverkefnið sem styrkt er af Rannís og kallast ICEFOX en það fjallar um stofngerð íslenska refsins. Samstarfsaðilar eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Moncton fylki í Kanada. Í verkefninu vinna auk þess tveir doktorsnemar og tveir meistaranemar ásamt þremur öðrum nemendum sem eru í starfsþjálfun (Internship) hér á landi.
Rannsóknin hefur það að markmiði að vinna stofnlíkan sem lýsir stofnvistfræði tegundarinnar á mismunandi landsvæðum. Við vinnum með veiðigögn (veiðitölur) og úrvinnslugögn (hræ frá veiðimönnum) ásamt því að fylgjast með ferðum dýra með senditæki.
Áhersla er lögð á þrjú landsvæði, N-Ísafjarðarsýslu, N-Múlasýslu og Árnessýslu og hittist hópurinn árlega einu þessara svæða til fundar og samstarfs. Nú mun hópurinn hittast á Vestfjörðum til að vinna saman í niðurstöðum og greinaskrifum (workshop) í byrjun október.

Óskeð er eftir því að fulltrúar sveitarstjórna og veiðimenn, sem eru lykilaðilar vegna fyrirkomulags refaveiða og vöktunar refastofnsins verði á kynningarfundinum. Auk .ess er fundurinn opinn fyrir almenning.

Fundurinn verður í Melrakkasetrinu í Súðavík, mánudaginn 30 september kl. 20.00.

DEILA