Tröllaskagagöng – í stað Öxnadalsheiði

Stefán Vagn Stefánsson, alþm og fyrsti flutningsmaður að þingsályktunartillögu, sem 15 þingmenn flytja, um Tröllskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar segir að hugmyndin sé sú að göng undir Tröllaskaga komi í stað fyrir göng undir Öxnadalsheiði. „Markmiðið er að tengja betur saman Norðurland vestra og Norðurland eystra, stytta leiðina frá Blönduósi og Sauðárkrók til Akureyrar. Með þessu móti geta íbúar á NV landi nýtt betur þá þjónustu sem þar er s.s. heilbrigðisþjónustu og aðgengi að Háskólanum á Akureyri.“

Öxnadalsgöng eru 10. í röðinni á forgangsröðun yfir næstu jarðgöng á landinu og telja flutningsmenn mjög mikilvægt að göng um Öxnadalsheiði fari ofar á forgangslista samgönguáætlunarinnar.

Tillagan var einnig flutt á síðasta þingi. Í umsögn Vegagerðarinnar þá segir að jarðgöng milli Hjaltadals og Hörgárdals undir Hjaltadalsheiði yrðu um 18 km eða 22 km löng með gangamunnum í 300-350 m hæð yfir sjávarmáli.
Jarðgöng frá Kolbeinsdal til Skíðadals yrðu tvenn göng sem eru hvor um 13 km löng með gangamunnum í um 300 m hæð yfir sjávarmáli.
Jarðgöng undir Heljardalsheiði er um 11 km löng með gangamunnum í um 220-240 m y.s. Þau göng stytta ekki Leið milli Skagafjarðar og Akureyrar en stytta hins vegar Leið mili Skagafjarðar og Dalvíkur.

Vegagerðin gerir ráð fyrir að jarðgöng í gegnum Öxnadalsheiði yrðu 11 km löng.

DEILA