Ísafjarðarbær undirbýr að setja á sölu fasteignina Eyri , þar sem hjúrkunarheimilið er rekið. Málið var á dagskrá bæjarráðs á mánudaginn.
Kynnt voru drög að söluyfirliti og söluauglýsingu, en fyrirhugað er að auglýsa fasteignina til sölu á næstunni. Gögnin hafa vekki verið birt.
Bæjarráð áréttar að starfsemi hússins verði óbreytt þótt eigendaskipti verði á eigninni sjálfri.