Arna með nýtt útlit á mjólkurfernum

Mjólkurfernurnar frá Örnu hafa nú fengið nýtt útlit en fernurnar hafa haldið sama útliti frá árinu 2016. Innblásturinn af útliti fernanna er Bolungarvík og fjöllin þar

Á nýmjólkinni er teikning af Óshyrnu, en Óshyrnan stendur í mynni Bolungarvíkur við Ísafjarðardjúp.

Á léttmjólkinni er teikning af Óshlíðinni, veginum sem liggur á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og var lengi vel eina akstursleiðin til Bolungarvíkur, eða þar til Bolungarvíkurgöng leystu veginn af hólmi árið 2010.

Teikningarnar eru eftir listakonuna og leikarann Berglindi Höllu Elíasdóttur, sem er uppalin í Bolungarvík og hefur verið rödd Örnu síðastliðin ár.

DEILA