Ísafjarðarbær: frestað að ákveða að fara í nýja slökkvistöð

Slökkvistöð Ísafjarðar. Mynd: Ísafjarðarbær.

Á fimmtudaginn í síðustu viku var tekin fyrir í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tillaga frá skipulags- og mannvirkjanefnd um að farið verði í hönnun á nýrri slökkvistöð á Ísafirði á árinu 2025.

Sigríðir Júlía Brynleifsdóttir, forseti bæjarstjórnar lagði fram breytingartillögu og vildi þess í stað vísa tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2025. Þannig verði lagt heildstætt mat á framkvæmdaáætlun og -þörf sveitarfélagsins í einu lagi.

Var breytingartillagan samþykkt og því ekki ákveðið að sinni að fara í hönnun á nýrri slökkvistöð.

Samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er heildarrýmisþörf fyrir nýja slökkvistöð áætluð um 650-785 fermetrar til að mæta þeim kröfum sem starfsemin hefur á núverandi stigi og byggingarkostnaður 299 m.kr. til 361.1 m.kr.

DEILA