Karlalið Vestra sýndi mikila baráttu í leik sínum í gær gegn KR í Kaplaskjólinu í vesturbæ Reykjavíkur og gerði jafntefl 2:2 í jöfnum og spennandi leik. KR tók tvisvar forystu en jafnoft náði Vestri að jafna leikinn. Mörk Vestra gerðu Andri Rúnar Bjarnason og Gustav Kjeldsen. Undir lok leiksins munaði minnstu að Andri Rúnar næði að skora sigurmark en skot hans var varið.
Eftir þessu úrslit er fallbaráttan en tvísýn og hörð. Vestri er í 11. sæti og fallsæti með 19 stig. Fylkir sem tapað í gær fyrir Fram er í 12. sæti og því neðsta með 17 stig. HK er sæti ofan en Vestri með 20 stig og leikur við KA á miðvikudaginn og KR er í 9. sæti með 22 stig.
Þessu fjögur lið eru í mikilli baráttu við að forðast fall úr deildinni. Tvö þeirra munu bjarga sér og hlutskipti tveggja verður að leika næsta ár í Lengjudeildinni.
Liðin eiga eftir að leika fjóra leiki og því 12 stig enn möguleg. Vestri á enn góða möguleika á að forðast fall. Liðið fær HK í heimsókn næsta laugardag og síðan koma tveir útileikir, gegn KA og Fram. Síðasti leikur tímabilsins verður svo 26. október á Kerecis vellinum á Ísafirði gegn Fylki.
Takist Vestra að vinna báða heimaleikina verður staða liðsins nokkuð vænleg.
Staða í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir leik Vestra og KR. Fylkir tapaði fyrir Fram og á eftir að uppfæra töfluna með þeim úrslitum.