Litlibær: 10 – 15 þúsund gestir

Enn er opið í Litlabæ í Skötufirði. Töluverður erill var í gær þegar Bæjarins besta kom í heimsókn, einkum erlendir ferðamenn akandi á bíleigubílum.

Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir frá Hvítanesi sagði að veitingasalan hefði verið opin frá því í byrjum maí og verður opið út september. Hún sagði að mikið hafi verið að gera í allt sumar en hafði ekki tiltækar nákvæmar tölur um fjölda ferðamanna en sagði svo 10 til 15 þúsund gestir.

Gestir stoppa í Hvítanesi til þess að skoða selina og fá sér svo kaffi og meðlæti í Litlabæ. Það mátti sjá á bandarískum gestum í gær að þeim þótti mikil upplifun að koma í bæinn í Litlabæ sem lýsir vel aðbúnaði á Íslandi fyrir löngu síðan. Bærinn er lítill og lágt til lofts en engu að síður snyrtilegur og vandað til innanstokks.

Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir.

Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA