Íþróttavika Evrópu í Ísafjarðarbæ

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. 

Dagskrá vikunnar í Ísafjarðarbær er fjölbreytt og eru allir hvattir til að taka þátt.

Það fara fram tveir mikilvægir fyrirlestrar þessa vikuna.

Mánudaginn 23. september

Kl. 18:00 á 4. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði

Viðar Halldórsson fjallar um það félagslega afl sem myndast í samskiptum fólks og stuðlar að vellíðan þess, gerir hóp að liði, og samfélag að samfélagi. Þetta afl, sem í formi félagslegra töfra, myndar dýrmætan félagsauð sem reynist fólki ómetanlegur í dagsins önn. Í fyrirlestrinum verður þetta félagslega afl sem jafnan er erfitt að sjá með berum augum gert sýnilegra og mikilvægi þess fyrir einstaklinga og samfélags reifað. Fyrirlesturinn hentar öllum sem vilja leggja sitt af mörkum til að gera gott samfélag enn betra, fyrir sig og sína.
Frekari upplýsingar um Viðar og efni fyrirlestursins má finna á heimasíðunni www.felagslegirtofrar.is.

Kl. 16:30 á 4. hæð í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði

Salome Elín Ingólfsdóttir fræðir ungmenni um mikilvægi næringar, hvað er góð orka og hvernig er best að huga að hann fyrir krefjandi daga. Góð næring eykur úthald og hjálpar til við að ná betri árangri. Foreldrar eru velkomnir með sínum ungmennum á fyrirlesturinn.

DEILA