Nú fyrir örfáum mínútum síðan var hvítabjörn, sem gekk hafði á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum aflífaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Tveir lögreglumenn frá Ísafirði, sem fluttir voru með björgunarbátnum Kobba Láka úr Bolungarvík og liðsmenn séraðgerðasviðs LHG, sem fluttir voru með þyrlu LHG önnuðust verkefnið.
Dýrið fannst í fjörunni skammt frá sumarhúsinu Höfða á Höfðaströnd, hvar ein manneskja hélt til. En hún hafði séð dýrið fyrir utan húsið fyrr í dag.
Þyrla LHG mun fljúga yfir svæðið og tryggja að engin önnur bjarndýr séu á svæðinu.
Lögreglan á Vestfjörðum og Landhelgisgæslan telur að öll hætta sé liðin hjá vegna landgöngu hvítabjarna á svæðinu.