Bæjarráð Bolungavíkurkaupstaðar ræddi rútubrunann í Tuungudal á föstudaginn á fundi sínum á þriðjudaginn.
Bæjarráð Bolungavíkur lýsti miklum áhyggjum yfir stöðu öryggis í samgöngumálum á Vestfjörðum í kjölfar hættuástands sem átti sér stað vegna bruna í langferðabíl rétt utan við gangnamuna Vestfjarðargangna.
„Staðan í jarðgangnamálum á Vestfjörðum er óboðleg og lýsir bæjarráð Bolungarvíkur yfir þeirri afstöðu sinni að hraða þurfi uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum, þ.m.t. tvöföldum Vestfjarðagangna sem allra fyrst.“