Patreksfirðingar keppa á stærstu götubitahátíð í heimi

Atli Snær á KOMO ásamt fjölskyldu.

Þrír Patreksfirðingar munu keppa í næsta mánuði um European Street Food Awards eða Evrópsku götubitaverðlaunin. Um er að ræða stærstu slíka hátíð í heiminum. Það er fyrirtækið Komo sem er skráð til leiks en þremenningarnir keppa fyrir það.

Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. – 6. október og mun Komo keppa við 18 aðrar Evrópu þjóðir um titilinn „Besti Götubitinn í Evrópu“.

Atli Snær Rafnsson matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til 9 verðlauna. Í ár sigraði hann í flokkunum um „besti smábitinn“ og „besti grænmetisbitinn“ með thai melónusalat og í fyrra sigraði hann sem „besti smábitinn“ með „Korean fried tiger balls“ en þetta eru einmitt réttirnir sem verða á boðstólum á hátíðinni.

Með honum verða í för sonur hans Styrmir Karvel Atlason og Magnús Örn Friðriksson.

Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu á eftirfarandi samfélagsmiðlum Komo:

Facebook: @komorvk

Instagram: @komorvk

DEILA