Útsýnisskilti á Ennishöfða

Í sumar voru sett upp útsýnisskilti á Ennishöfða milli Bitrufjarðar og Kollafjarðar  í Strandabyggð. Skiltin eru staðsett á háhálsinum skammt frá þjóðveginum. Um er að ræða tvö skilti, annað til norð vesturs og hitt til suðvesturs staðsett ca 150 m frá þjóðveginum á háhálsinum. Gott bílaplan er og ágætis slóði frá því að skiltunum. Kostnaður er eithvað á aðra milljón kr.

Hönnuður af skiltunum er Árni Tryggvason hönnuður og framkvæmdaaðili Ísak Pétur Lárusson.

Styrktar aðilar að verkefninu með einum eða öðru hætti eru  Arion banki, Andrés G Jónsson , Ágúst Sigurðsson í Stóra Fjarðarhorni, Átthagafélag Strandamanna, Bílaglerið ehf, Broddanes Hostel, Eignatorg ehf, Fiskvinnslan Drangur, Fjallakofinn ehf, GR verk ehf,  Húsalagnir ehf, Ingunn Einarsdóttir, Kaldrananeshreppur, Ljósver ehf, Lúmex ehf, MGhús ehf , Rafport ehf, Reykjafell ehf, Sparisjóður Strandamanna, Torfi Halldórsson á Broddadalsá, Varpland ehf og Þelamörk ehf  auk landeigenda á Broddadalsá og Skriðinsenni er leggja til landið.

Nærmynd af öðru skiltinu.

Útsýnisstaðurinn og horft til norðurs.

DEILA