Lögreglan á Vestfjörðum: gríðarlega hættulegt ástand í einbreiðum göngum

Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum segir að eins og allir aðrir sjái lögreglan að það gæti skapast gríðarlega hættulegt ástand ef svona atvik ætti sér stað inni í einbreiðum jarðgöngum eins og varð á föstudaginn í Tungudal þegar kviknaði í farþegarútu.

„Við munum í framhaldinu senda erindi á þau stjórnvöld og stofnanir sem hafa með eldvarnir, samgöngumál og vegamál að gera og vekja athygli á þeirri hættu sem getur skapast við aðstæður sem þessar, ef vettvangurinn er inni í einbreiðum jarðgöngum. Þá munum við skora á viðkomandi stofnanir að gera það sem hægt er til þess að minnka þessa hættu.“

Aðspurður um það hvernig lögreglan væri í stakk búinn til þess að takast á við eld í Vestfjarðagöngum sagði Helgi að slökkvilið væri með búnað til að takast á við eldsvoða, en lögreglan væri almennt ekki í stakk búinn til þess að takast á við slíkar aðstæður.

DEILA