Suðureyrarhöfn : 456 tonn í ágúst

Suðureyrarhöfn í síðustu viku. Mynd: Suðureyrarhöfn.

Alls var landað 456 tonnum af bolfiski í Suðureyrarhöfn í ágústmánuði, síðasta mánuði kvótaársins. Þrír línubátar komu með 300 tonn að landi. Einar Guðna ÍS var þeirra aflahæstur með 220 tonn. Hrefna ÍS var með 56 tonn og Eyrarrósin ÍS landaði 24 tonnum.

Leynir ÍS var á dragnót og landaði 67 tonnum. Um fimmtán handfærabátar reru frá Suðureyri og voru ásamt sjóstangveiðibátum með 89 tonna afla.

Patrekshöfn: 201 tonn

Aflabrögð voru með rólegra móti í Patrekshöfn í ágúst. Alls var landað 201 tonni af botnfiski. Núpur BA var á línuveiðum og landaði 144 tonnum. Auk hans voru 9 handfærabátar sem lögðu upp í Patrekshöfn og voru þeir með 57 tonn.

Patrekshöfn í byjun september. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA