Strandabyggð: 7,5 m.kr. í nýja rétt í Kollafirði

Nýja réttin í byggingu. Mynd: Strandabyggð.

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt að hækka fjárveitingu til smíði nýrrar réttar í Kollafirði úr 4 m.kr. í 7,5 m.kr.

Þorgeir Pálsson oddviti rakti á fundinum forsögu málsins. Auglýst var eftir tillögum að réttarstæði og umfangi, auk þess sem auglýst var tvisvar eftir verktökum í réttarsmíðina.  Í bæði skiptin barst óraunhæft tilboð frá sama aðila. Eftir að sú staða blasti við að líklega yrði ekkert af réttarsmíði í ár, buðust hjónin í Steinadal til að taka að sér verkið. Náðist samkomulag þar um og er nú komin sterkleg og góð rétt á fínum stað í landi Litla-Fjarðarhorns. Oddviti fagnaði áhuga bænda á svæðinu hvað þessa réttarsmíði varðar.  Með þessari rétt, ætti réttarsmíði í Strandabyggð að vera lokið og aðeins hefðbundið viðhald framundan.

DEILA