Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fiskveiðiársins 2024/2025

Aflamarki var úthlutað á 344 skip í eigu 274 aðila.

Heildarúthlutun er tæp 320 þúsund þorskígildistonn. Úthlutun í þorski er tæp 168 þúsund þorskígildistonn en var tæp 166 þúsund þorskígildistonn á síðasta fiskveiðiári.

Úthlutun í ýsu er rúm 38 þúsund þorskígildistonn og lækkar um 16 þúsund þorskígildistonn milli ára, en þá lækkun má rekja til þess að þorskígildisstuðull ýsu lækkaði úr 0,93 í 0,64 á milli ára.

Fyrirtæki með hæstu úthlutunina:

  • Brim hf. 9,55%
  • Samherji Ísland hf. 8,72%
  • Ísfélag hf. 6,98%
  • Fisk Seafood ehf. 6,10%
  • Þorbjörn hf. 5,43%

Skip með hæstu úthlutunina:

  • Sólberg ÓF 1 (2917), Ísfélag hf. með 10.305 þorskígildistonn
  • Guðmundur í Nesi RE 13 (2626), Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. með 10.006 þorskígildistonn
  • Drangey SK 2 (2893), FISK-Seafood ehf. með 6.786 þorskígildistonn

Af leyfðum heildarafla eru dregin frá 5,3% sem skiptast með eftirfarandi hætti:

  • Skel og rækjubætur 1.993 tonn
  • Byggðakvóti til fiskiskipa 5.645 tonn
  • Byggðakvóti Byggðastofnunar 6.302 tonn
  • Frístundaveiðar 200 tonn
  • Strandveiðar 11.100 tonn
  • Línuívílnun 1.835 tonn
  • Nýliðun vegna grásleppu 65 tonn
DEILA