Ísafjarðarbær skipar fulltrúa í samstarfshóp um Dynjanda

Frá Dynjanda.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur skipað Gylfa Ólafsson í samstarfshóp Umhverfisstofnunar um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Dynjanda. Kemur hann í stað Guðmundar Rafns Kristjánssonar.

Erindið var sent til Ísafjarðarbæjar 31. maí s.l og ítrekað 30. ágúst. Í ítrekuninni segir að vinna við áætlunina sé langt komin og styttist í opið kynningarferli. „Það væri því æskilegt að fulltrúi Ísafjarðarbæjar taki þátt í lokametrunum.“

DEILA