Í gær sögðum við frá fyrirhuguðum undirritunum ábyrgra ferðaþjónustuaðila á yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu, afar viðeigandi framkvæmd í ljósi atburða gærdagsins. Vestfirskir ferðaþjónar sem taka vilja þátt í þessu verkefni geta mætt í Vestrahúsið kl. 14:30 og þar með lagt sitt á vogarskálar. Viðburðurinn mun fara fram í öllum landshlutum á sama tíma og tengdur með SKYPE.