Glöggt er gamalla Ísfirðinga augað ..

Um síðast liðna helgi  hér á Ísafirði , voru haldin mörg árgangsmót , það voru fermingar , Gaggó , stórafmæli og að minnsta kosti 5 árgangar og hátt á annnað hundrað manns komu heim í faðminn fjalla blárra til að hittast, faðmast og njóta samverunna við okkur heimafólkið. Þetta voru yndislegar stundir sem allir njóta ,að rifja upp æskuminningar, bernskubrek ,skoða bæinn okkar og við minn árgangur var svo heppin að við fengum einkatónleika í Hömrum hjá núverandi og fyrrverandi skólastjórum, ásamt fjölda uppákoma  bara frábær tveggja daga gleði. Og um næstu helgi eru alla vega 3 árgangsmót.

En að erindinu. Við hittum marga úr öðrum skólamótum um helgina og og ég verð að viðurkenna að sem Ísfirðingur I marga ættliði og gróin  heimakona , þá sveið það svolítið sárt að ótrúlega margir sem komu heim, þeim fannst bærinn virkilega ósnyrtilegur og illa hirtur og ég sem er svo montin með bæinn minn spurði hvað það væri sem öskraði svona á þau og það stóð ekkert á svarinu. Þeim fannst miðbærinn, Silfurtorgið,  vera sjabbý  var eins og illgresis garður grös og arfi með öllum veggjum og  Silfurgatan og með öllum gangstéttum á Eyrinni kafloðin með fram Pollgötunni, sjávarmegin eru hnéhá grös og arfi. Flestir sögðu að gömul bílhræ væru um allan bæ, sérstaklega við atvinnusvæði á höfninni og fyrir neðan nýju skúrana og svona mætti lengi telja. Þá höfðu þau haft spurnir af því að það hefði ekki verið unglingavinna hér nema í mýflugumynd sl 2 ár og fannst bærinn bera þess illa merki  og ekki síst að það er komin endurnýjaður fótboltavöllur og verið að malbika að og við hann en það er bara njóli og órækt á göngustígnum með fram, og tala nú ekki um kerfilinn og óræktina I kringum Hlíðarvegsblokkina og þar um kring.

Hitti svo fjölda fólks á stórum vinnustað í gær og fyrradag og minntist á það sem okkar fólki fannst og var hálf brugðið, að það tóku flestir undir þetta .

En ég vildi bara koma þessu á framfæri þvi þetta er mjög þarft til ráðamanna sem verða að gera betur og fjarlægja þessu bílhræ sem eru öllum till ama strax.

PS. Í sambandi við fótboltavöllinn sem var endurvígður I sumar en hann er 60.ára, þá hringdi ég niður á bæjarskrifstofur á föstudaginn fyrir vígsluna og ég vildi koma þvi á framfæri að þegar hann var tekinn í notkun á sínum tíma, þá var hann svo til eingöngu unnin í sjálfboðavinnu af m.a. pabba mínum Didda málara , Pétri Sig, Mugg á Grængarði, Jonna Kristmanns og ótal félögum í Vestra og Herði á sínum tíma og held að Siggi Sveins frá Góustöðum hafi gefið vinnu sína líka, og það eru ekki margir eftirlifandi af þessum höfðingjum. En ég náði ekki í bæjarstjórann en kom þvi til skila til hennar að mér fyndist það eiginlega heilög skylda að heiðra Bjössa Helga og Jens Kristmanns fyrir ómælda sjálfboða vinnu á sínum tíma og gegnum árin í tilefni endurvíglunnar, nei það var ekki hægt, ekki einu sinni að færa þeim  blómvönd og mér í hjartans einlægni fannt það aumt.

Nenni ekki neinum blaðaskrifum I sambandi við þessa grein en vildi svo hjartans koma þessu á framfæri fyrir fjölda Ísfirðinga og líka brottfluttra.

Með kveðjum

Bjarndís málari.

DEILA