RÚV Orð

RÚV Orð hefur nú verið formlega opnaður fyrir almenning.

Eftir vel heppnaðar notendaprófanir er RÚV Orð nú aðgengilegt öllum sem vilja efla íslenskukunnáttu sína á sínum hraða.

Verkefnið er afrakstur samstarfs menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og mennta- og barnamálaráðherra ásamt RÚV við Språkkraft, óhagnaðardrifið sænskt félag sem hefur þróað nýstárlega máltæknilausn þar sem notendur velja eigið færnistig í tungumálinu. 

RÚV Orð bætir verulega aðgengi innflytjenda að íslenskukennslu, þar sem fólk getur lært á eigin forsendum og á eigin hraða. Notendur eiga möguleika á að velja sjónvarpsefni úr fjölbreyttri dagskrá RÚV og tengja það við sitt eigið tungumál; valið stendur á milli ensku, frönsku, þýsku, lettnesku, litáísku, pólsku, rúmensku, spænsku, taílensku og úkraínsku.

Notendur geta svo stillt íslenskufærni sína eftir sex færnistigum Evrópska tungumálarammans, frá byrjendum upp í að geta auðveldlega lesið nánast allt ritað mál á íslensku.

DEILA