Bolungavíkurhöfn : 1.393 tonn í ágúst

Bolungavíkurhöfn í lok ágúst. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.393 tonnum af fiski af 17 skipum og bátum í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði. Togarinn Sirrý hóf veiðar að nýju eftir slipp og stopp í sumar og kom með 513 tonn eftir 6 veiðiferðir.

Fimm bátar voru á dragnót. Heimabátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS voru með 151 tonn og 149 tonn hvor, Ásdís ÍS eftir 13 veiðiferðir en Þorlákur fór 10 róðra.

Þrír bátar frá Snæfellsnesi voru á dragnótaveiðum, Saxhamar SH landaði 58 tonnum, Magnús Sh 54 tonnum og Steinunn SH var með 30 tonn.

Fjórir bátar voru á línuveiðum. Fríða Dagmar ÍS var með 181 tonn, Jónína Brynja ÍS 168 tonn hvor fór um 20 róðra, Bíldsey SH 11 tonn eftir einn róður og Tryggvi Eðvards SH 9 tonn og landaði einu sinni.

Kiddi RE var á handfæraveiðum og fór þrjár veiðiferðir og landaði 4 tonnum.

Loks var Jóhanna ÁR á sæbjúguveiðum og landaði 23 tonnum eftir þrjá róðra.

DEILA