Ferðafélag Ísfirðinga: frá Gretti til Gróu 

1 – 2 skór 

Laugardaginn 7. september

Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðina (nema í sund).

Fararstjórn: Hermann Gunnarsson og Þorgerður Kristjánsdóttir.
Mæting kl. 8.30 við Bónus á Ísafirði.
Gangan hefst í Miðhúsum kl. 10.00-10.30 og bílarnir skildir eftir þar. Gengið út Vatnsfjarðarháls að Grettisvörðu, niður í Vatnsfjörð þar sem staðurinn verður skoðaður. Haldið áfram að Sveinhúsum sem einnig verða skoðuð og að lokum yfir Reykjafjarðarháls í bíla á Laufskálaeyri. Mögulega farið í sund í Reykjanesi á eftir.
Vegalengd: um 8-9 km, göngutími: 4-5 klst., hækkun: undir 200 m.

DEILA