Salmonella í kökum

Matvælastofnun varar við neyslu á nokkrum framleiðslulotum af frönskum makkarónukökum með pistasíukremi frá Joie De Vivre sem Costco Iceland hefur flutt inn, vegna salmonellumengunar.

Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vörurnar.

Þeir sem keypt hafa vör­una er bent á að neyta henn­ar ekki held­ur farga eða skila henni til versl­un­arinnar.

Vöru­heitið er French Macarons 36pk og inn­köll­un­in á við um fram­leiðslu­lot­ur sem eru með best fyr­ir dag­setn­ing­arn­ar 14/​08/​2024, 19/​08/​2024, 09/​09/​2024, 18/​09/​2024 og 27/​09/​2024.

DEILA