Bolungavík: 125 tonn í Drimlu á einum degi

Drymla, laxavinnsla í Bolungarvík.

Í gegnum laxasláturhúsið Drimlu í Boungavík fóru í fyrradag fóru um 125 tonn í gegnum húsið á einni vakt sem er í raun meira en húsið er hannað fyrir segir í frétt Arctic Fish.

Í þessari viku fara meira en 600 tonn af slægðum fiski sem duga í um 1,6 milljónir máltíða. Fiskurinn fer út um allan heim. Mest til Rotterdam og þaðan áfram um alla Evrópu. En einnig til Ameríku. Þá kemur fram að Arctic Fish er á lokametrunum að fá útflutningsleyfi til Kína og Ástralíu og getur því farið að flytja fisk þangað innan tíðar.

„Það er áhugavert að hugsa til þess að þessi vinnustaður var ekki til fyrir rúmu ári síðan. Í dag vinna þarna um 35 manns í rúmlega 40 stöðugildum (yfirvinna innifalin). Við getum sannarlega verið stolt af þessu.“

Drymla, laxavinnsla í Bolungarvík.
DEILA