Rækjukvótinn verði 5.000 tonn

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un legg­ur til að leyfðar verði veiðar á fimm þúsund tonn­um af út­hafs­rækju á fisk­veiðiár­inu 2017/​2018 sem er nokk­ur aukn­ing frá rá­gjöf yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs sem var 4.100 tonn.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að stofn­vísi­tala út­hafs­rækju sé svipuð og hún hef­ur verið frá ár­inu 2012 og yfir varúðarmörk­um. Einnig var mikið af þorski á öllu svæðinu, eða svipað og hef­ur verið frá ár­inu 2015.

Í veiðiráðgjöf Hafró kemur fram að vísitala ungrækju hefur verið lág frá 2004 og var í sögulegu lágmarki árin 2015 og 2016. Stofnvísitalan hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2012. Stofn­mælingin bendir til að stofninn muni ekki stækka á næstu árum.

DEILA