Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var í fjórum útköllum á einum sólahring.
Snemma í gærmorgun var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem var statt djúpt norður af Vestfjörðum og á meðan verið var að sinna því barst beiðni um útkall vegna veikinda í Grundarfirði.
Tvær þyrlur voru því samtímis að annast útköll í gærmorgun.
Í fyrradag annaðist þyrlusveitin einnig tvö útköll, vegna bráðra veikinda á Hvammstanga og á Hornbjargi. Sveitin sinnti því fjórum útköllum á einum sólarhring.
Alls hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annast 160 útköll frá 1. maí til dagsins í dag sem nokkur aukning miðað við sama tímabili í fyrra en þá var sett met í fjölda útkalla þyrlusveitarinnar.