Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vegna klæðingarvinnu muni Dynjandisheiði verða lokað sem hér segir:
- frá kl. 22:00 á mánudagskvöldi 2. september, til kl. 7:00 á þriðjudagsmorgni 3. september.
- svo að nýju kl. 22 á þriðjudagskvöldi 3. september, til 7:00 á miðvikudagsmorgni 4. september.
Hjáleið mun verða um Djúpveg (61).