Um næstu helgi verður á Patreksfirði blúshátíðin Milli fjalls og fjöru haldin í þrettánda sinn. Fyrsta hátíðin var árið 2012 að sögn Páls Haukssonar, eins forsvarsmanna hátíðarinnar. Hátíðin verður í Félagsheimili Patreksfjarðar föstudags- og laugardagskvöldið 30. og 31. ágúst.
Dagskráin verður byggð á dægurlaga- og rokktónlist í bland við blúsinn sem skipar stóran sess í hjörtum Vestfirðinga sem og annarra landsmanna.Það verður ekki slegið af kröfunum í ár frekar enn endranær, eins og dagskráin ber með sér. Þungaviktarmenn í Íslensku tónlistarlífi stíga á svið í ár og skemmta vestfirðingum sem og öðrum gestum með góðum blús og fantagóðu rokki.
Dagskrá hátiðarinnar er á þessa leið:
Föstudagur 30 ágúst.
Litli Matjurtagarðurinn. Er gamalt og gott blúsband sem eru mikið í Jimmy Hendrix og tónlist frá þeim tíma. Þarna eru valinkunnir reynsluboltar á ferð sem opna dagskrána á föstudagskvöld í þetta sinn.
Bjartmar og Bergrisarnir. Þetta er eitt vinsælasta band landsins. Við erum stoltir yfir þessum feng á blúshátíð, sem eiga fjöldan allan af vinsælum lögum sem of langt yrði að telja hér.
Laugardagur 31 ágúst.
Rock Paper Sisters. Er hágæða rokkband með Eyþór Inga í fararbroddi og það verður engin lognmolla. Eyþór er mikill skemmtikraftur, tónlistamaður og rokksöngvari af guðs náð.
The Vintage Caravan, Páll segir að heiður að fá þetta fræga band í heimsókn á svæðið. Þeir ljúka blúshátíðinni í ár með þrumurokki og hávaða sem er ekki fyrir viðkvæma. Óskar Logi forsprakki hljómsveitarinnar kom á hátíðina með blúsband sitt árið 2020 og gerði stormandi lukku. „Enginn sannur rokkaðdáandi má missa af hátíðinni í ár. The Vintage Caravan fyllir tónlistarhallir og knattspyrnuvelli um allan heim, slíkar eru vinsældir þeirra. Í vetur fluttu þeir ásamt Eyþór Inga og fl. tónleika með lögum Led Zeppelin í tvígang fyrir fullu húsi Hörpu á einum degi.“
Miðasala er í fullum gangi á tix.is og er miðaverði styllt í hóf aðeins 5,000 kr. hvort kvöld eða ef keypt er bæði kvöldin kostar það aðeins 9.000 kr.
Húsið opnar kl: 19.30 og dagskrá hefst stundvíslega kl: 21.00.