Íslandsmót golfklúbba 2024 í 4. deild karla 50 ára og eldri fór fram á Syðridalsvelli í Bolungarvík 22. ágúst.
Lokastaðan í 4. deild karla +50.
1. GBO, Golfklúbbur Bolungarvíkur
2. GHH, Golfklúbbur Hornafjarðar
3. GHD, Golfklúbburinn Hamar Dalvík
GBO leikur i 3. deild á næsta ári.
Golfklúbbur Bolungarvíkur var stofnaður árið 1982.
Syðridalsvöllur var formlega tekinn í notkun árið 2002 en eitt af einkennum vallarins er að þrátt fyrir að holurnar séu aðeins níu eru mismundandi teigasett á hverri holu og töluverður munur er oft á þeim teigum.
Landið við Syðridalsvöll er mjög sendið en Landgræðsla ríkisins hafði áður lagt mikla vinnu í að hefta sandfok á þessum slóðum. Syðridalsvöllur er strandvöllur í stórbrotnu umhverfi, umlukinn sandhólum og melgresi.