Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að fyrirtækið Fjallasýn taki við samningi um afnot af landi milli Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. á Dagverðardal. Fyrirtækin eru í eigu sama aðila Friðfinns Hjartar Hinrikssonar.
Samkvæmt síðasta ársreikningi Fjallaból eru eignir fyrirtækisins, sem er fyrir 2022, 269 m.kr. en skuldir 290 m.kr. Fjallasýn ehf er ekki skrá fyrir neinum eignum og skuldum en var gert upp fyrir 2022 með 1,3 m.kr. tapi.
Samningur Fjallabóls og Ísafjarðarbæjar er frá 2022 og heimilar fyrirtækinu að reisa allt af 50 frístundahús á skipulagsreit I9 á Dagverðardal. Áætlað er að mannvirkin verði tilbúin eigi síðar en í október 2036.