Guðrún – Ættarsaga frá Vestfjörðum

Höfundur bókarinnar Brynja Svane er fædd á Ísafirði en ólst upp á Íslandi og í Danmörku. Hún var áður prófessor í frönskum bókmenntum við Háskólann í Uppsölum og hefur gefið út fjölda fagbóka, fyrir utan sjö skáldsögur á árunum 2012-2023.

Árið 1777 gerir Danakonungur kaup við ekkjuna Guðrúnu á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

Danir gátu þar með aukið við saltvinnslu á staðnum en ekkjan hlaut að víkja af staðnum.

En hver var hún og hvað varð um þessa konu. Í sögunni fylgjum við Guðrúnu og börnum hennar fyrstu árin eftir makaskiptin við kónginn. Þetta er frásögn af verslunarstað í vexti og fjallar um baráttuna við að lifa af í óblíðri náttúru.

Skáldsagan Guðrún er söguleg skáldsaga um fjölskyldu og samferðamenn hennar á 18. öld á norðanverðum Vestfjörðum.

DEILA