Árneshreppur: vilja skoða veg yfir Naustvíkurskörð

Naustvíkurskörð. Mynd: Stefán Viðar Þórisson.

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í sumar að óska eftir því að Vegagerðin kanni möguleika á hönnun vegar yfir Naustvíkurskörð.

Naustvík er í Reykjarfirði norðanverðum innan til við Kjörvogshlíð, en þar er oft veruleg vetrarófærð.

Leiðin upp úr Naustvíkinni liggur yfir skörðin og niður í Trékyllisvíkina og er um 3,5 km löng. Eftir því sem næst verður komist er mesta hæð 251 metri yfir sjávarmáli.

Naustvíkurskörð. Mynd: Wikiloc.

Snið af Naustvíkurskörðum. Mynd: Wikiloc.

DEILA