Ísafjarðarbær: 39 m.kr. í stofnframlög

Íbúðir við Túngötu á Suðureyri.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt breytingar á fjárhagsáætlun ársins vegna kaupa Brákar íbúðafélags hses á 20 íbúðum af Fasteignum Ísafjarðarfyrir 327 m.kr. Um er að ræða  11 íbúðir á Suðureyri og 9 íbúðir á Þingeyri sem verða leiguíbúðir.

Stofnframlag sveitarfélagsins vegna kaupanna eru 39 m.kr. Útgjöldin hafa ekki áhrif á niðurstöðu rekstrar þar sem um breytingar á eignum er að ræða. Á efnahagsreikning verða stofnframlögin færð sem eign og á móti lækkar handbært fé um sömu fjárhæð þar sem framlagið er greitt úr bæjarsjóði. Handbært fé verður 335 mkr. eftir greiðsluna.

DEILA