Ísafjarðarbær: kaupir körfubíl fyrir slökkviliðið

Bílafloti slökkviliðsins fyrir nokkrum árum.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að gera tilboð til slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í körfubíl fyrir slökkviliðið.

Fram kemur í minnisblaði slökkviliðsstjóra að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bjóði bílinn til kaups á tilteknu verði. Bíllinn er „árg 2003 og er í fullkomu standi, alltaf fengið mjög gott viðhald. Þessi bíll kemst mun hærra en okkar, í 34m hæð og sneggri í öllum hreyfingum, stærri, öruggari og betri bíll á öllum sviðum, og hann kemst inn á okkar slökkvistöð. Ef af verður þá má segja að slökkviliðið sé að komast nær framtíðinni í körfubíla rekstri.“ Metur hann tilboðið einstakt.

Slökkviliðsstjóri leggur til að gert verði tilboð í bílinn á tilgreindu verði sem ekki er upplýst.

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar á körfubíl árg 1981, 43 ára sem er mjög gamall fyrir útkallsbíl í fyrstu línu
slökkviliðs, bíll þessi kemst í 21m hæð og er kominn tími á viðhald á mörgum sviðum. Mengun úr þessum bíl og langt yfir öllum leyfilegum stöðlum segir í minnisblaði slökkviliðsstjóra.

DEILA