Sauðfjársetur á Ströndum: Íslandsmeistaramót í gær í hrútaþukli

Bjarni á Leiðólfsstöðum kampakátur með titilinn og farandgripinn Horft til himins, sem Búnaðarsamband Strandamanna gaf til minningar um Brynjólf Sæmundsson héraðsráðunaut Strandamanna til áratuga. Til hægri er Jón Þór á Galtarholti og til vinstri Guðni sem tók við vinningnum fyrir Höddu Borg í Þorpum. Mynd: Sauðfjársetrið.

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi í gær. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil.

Í flokki óvanra sigraði Andri Snær Björnsson á Ytra-Hóli í A-Hún og Kristvin Guðni Unnsteinsson 12 ára á Klúku í Miðdal á Ströndum varð í öðru sæti. Þriðja varð Sara Líf Stefánsdóttir bóndi í Fagranesi í Langadal í A-Hún.

Alls tóku 65 keppendur þátt og milli 4-500 manns mættu á þennan skemmtilega dag og áttu góða stund saman.

Sara Líf, Andri Snær og Kristvin Guðni ánægð með verðlaunasætin og vinningana. Mynd: Sauðfjársetur.

Matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík fyrir miðri mynd var kynnir mótsins.

Sumir gestir voru komnir langt að. Hér má sjá Arnar Kristjánsson frá Ísafirði og fjölskyldu.

Hrútarnir sem voru dæmdir virtust vera vera vel ræktaðir.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA