Unnið að tveimur bókum um Valdimar Björn Valdimarsson frá Hnífsdal

Valdimar Björn Valdimarsson.

Undanfarna tvo mánuði hefur Norma E. Samúelsdóttir dvalið í Bolungavík og unnið að tveimur bókum um móðurafa hennar Valdimar Björn Valdimarsson frá Hnífsdal.

Sú fyrri er um ættfræðinginn Valdimar Björn Valdimarsson og fjölskyldu hans , föður, móður, forfeður og afkomendur en foreldrar hans Valdimar Þorvarðsson útgerðabóndi og Björg Jónsdóttir húsfreyja bjuggu í Heimabæ og eignuðust átta börn. 

Seinni bók er um sagnamanninn Valdimar Björn , en þjóðfræðingurinn Hallfreður Örn Eiríksson tók mörg viðtöl við hann á árunum 1968 til 1970  í Reykjavík þangað sem Valdimar Björn. flutti vegna atvinnuleysis fyrir vestan árið 1942.

Valdimar Björn Valdimarsson var fæddur 1888 og lést 1974. Valdimar er í íslaendingabók skráður sem bókhaldari í Hnífsdal 1930. Hann flutti til Reykjavíkur og starfaði þar sem bílstjóri og ættfræðingur.

Norma segir hún blandi saman eigin minningum frá Hnífsdal og Víðimel þar sem fjölskyldan bjó ásamt minningum ættfræðingisins/vörubílstjórans.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta betur geta haft samband við Normu E. Samúelsdóttur á netfangið normaelisabet@gmail.com  (ekki í síma).  Hún segirst hvorki vera sagnfræðingur né Vestfirðingur nema genatískt,  þar sem móður fólk hennar í báðar ættir er ættað frá Hnífsdal, Dýrafirði, Arnardal, Eyrardal. Norma ólst upp við að heyra sögur þaðan, og fylgdist með þegar verið var að undirbúa verk útgefanda Vestfirskra ætta, heima í litlu íbúðinni vestur í Reykjavíkurborg.

DEILA